Málþing um lærdóm af faraldri smitandi hósta í hrossum

Matvælastofnun, Tilraunastöðin á Keldum og Dýralæknafélag Íslands boða til málþings um faraldur streptokokkasýkinga í íslenskum hrossum föstudaginn 17. apríl kl. 10:30 – 17:00 í sal Íslenskrar erfðagreiningar að Sturlugötu 8 í Reykjavík.

Faraldur smitandi hósta gekk yfir hrossastofninn árið 2010. Þrátt fyrir að um tiltölulega vægan sjúkdóm væri að ræða hafði hann lamandi áhrif á hestamennskuna í landinu og alla atvinnustarfsemi henni tengdri. Langan tíma tók að greina orsök sjúkdómsins, m.a. vegna þess að þekkingu skorti á stofnabreytileika hinnar annars vel þekktu bakteríu Streptococcus zooepidemicus, sem fyrst og fremst var talin fylgja í kjölfar annarra sýkinga. Með sameindalíffræðilegum aðferðum  og tengingu þeirra við faraldsfræðileg gögn auk þess sem veirusýkingar voru útilokaðar, var sýnt fram á að nýr stofn S. zoo. auðkenndur ST209, hafði borist til landsins og valdið faraldrinum.  Stofninn reyndist ekki mjög sjúkdómsvaldandi þar sem hann er ekki með svokölluð „superantigen“, en ríkulega búinn hæfileikum til að klístra sig við slímhúð (pilus) og valda langvarandi hósta. Kom það heim og saman við sjúkdómsmyndina.

Margan lærdóm má draga af faraldri smitandi hósta árið 2010 en til að svo megi verða þarf að kynna ítarlega þær aðferðir sem leiddu til niðurstöðu um orsakir sjúkdómsins. Mikilvægast er að við gerum okkur grein fyrir að margir fleiri stofnar bakteríunnar – og mun meira sjúkdómsvaldandi – gætu borist með sama hætti til landsins. Ber þar einkum að líta tilStreptococcus equi sem er sérhæfður sjúkdómsvaldur hjá hrossum og veldur kverkeitlabólgu. Sértæk viðbragðsáætlun vegna kverkeitlabólgu verður kynnt á málþinginu.          

Frummælendur málþingsins gegndu lykilhlutverki við greiningu sjúkdómsins og eru leiðandi í rannsóknum á þessu sviði á heimsvísu:

  • Andrew Waller,  Centre for Preventive Medicine,  Animal Health Trust, Newmarket
  • Richard Newton, Centre for Preventive Medicine,  Animal Health Trust, Newmarket 

Málþingið er öllum opið og aðgangur er ókeypis. Fyrirlestrar og umræður fara fram á ensku. Dagskrá má finna hér.

Hægt er að skrá sig í hádegisverð í Norræna húsinu á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.fyrir 14. apríl. Hádegisverðurinn kostar 3400 kr.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image