Málþingið Landslagið í landbúnaði og matvælaframleiðslu fer fram á Hvanneyri fimmtudaginn 7. mars n.k. og hefst kl 10 og stendur til 15. Að því loknu hefst matarmarkaður þar sem aðilar í Samtökum smáframleiðenda matvæla / Beint frá býli koma saman og bjóða vörur sínar til sölu.
Á málþinginu verða fjölbreytt erindi og að þeim loknum verða pallborðsumræður þar sem erindin verða rædd og spurt verður hvar þörf er á að ýta við málum til að landbúnaður geti verið arðsöm atvinnugrein sem sóst er eftir að starfa í. Málþingið er öllum opið og fer fram í Ársal, 3. hæð í aðalbyggingu Landbúnaðarháskóla íslands, Ásgarði, á Hvanneyri. Dagskrá málþingsins má finna hér ásamt nánari upplýsingum. Málþinginu verður einnig streymt og má nálgast hlekk hér.
Að málþinginu loknu verður hægt að versla beint af smáframleiðendum á matarmarkaði sem fram fer á 1. hæð. Markaðurinn er öllum opinn og stendur frá kl 15-18.
--