Miðvikudagsmorguninn þann 12. sept 2018, kl. 9:00-12:30 verður mjög áhugaverð málstofa í fundarsal Hafró að Skúlagötu 4 í Reykjavík og er öllum opin. Fyrirlestrarnir á málstofunni fjalla um stöðu þekkingar á áhrifum loftslagsbreytinga á íslenska náttúru og samfélag. Þeir byggja á vinnu Vísindanefndar um loftslagsbreytingar sem hefur síðustu tvö ár unnið að samantekt þessarar þekkingar fyrir Umhverfisráðherra og sem kom út nýlega. Skýrsluna er hægt að nálgast hér.
Dagskrá málstofunnar er að finna hér