Lokun framlengd í Reykjadal í Ölfusi.

LbhÍ vekur athygli á að svæði í Reykjadal í Ölfusi er lokað allri umferð fram til 12. maí nk. en þá verða aðstæður kannaðar og ákvörðun tekin í framhaldi af því hvort svæðið verði opnað. Umhverfisstofnun auglýsti lokun svæðis í Reykjadal í Ölfusi  31. mars síðastliðinn í tvær vikur. Umrætt svæði er nr. 752 á náttúruminjaskrá. Framkvæmdir hófust flótlega á um 600 metra kafla þar sem ástand svæðisins var hvað verst. Stígurinn hefur verið jafnaður, ýmist með því efni sem í honum var eða með efni sem flutt var á svæðið. Lagðar hafa verið 2000 mottueiningar (Ecogrid) í 99 cm breiðan stíg og yfir blautustu svæðin var breiddin höfð 132 cm. Ekki voru lagðar grindur á allan stíginn, aðeins á þann hluta sem var verst farinn.

Klaki er enn í jörðu og því nær það vatn sem safnast á svæðinu ekki að komast í burtu. Ekki er æskilegt að hleypa umferð um svæðið á meðan svæðið er enn mjög blautt þar sem það myndi valda frekari skemmdum á stígnum og umhverfi hans.

Umhverfisstofnun hefur ákveðið að framlengja lokunina í Reykjadal í 4 vikur að höfðu samráði við sveitafélagið, landeiganda, hagsmunaaðila og með staðfestingu ráðherra samkvæmt 25. gr. a. laga um náttúruvernd. Svæðið verður opnað um leið og aðstæður leyfa eða eigi síðar en 12. maí næstkomandi.

Stofnunin biður ferðaþjónustuaðila að miðla þessum upplýsingum til viðskiptavina og brýna mikilvægi þess að lokanir á náttúruverndarsvæðum séu virtar. Ferðaþjónustan og stofnanir sem fara með umsjón og rekstur náttúruverndarsvæða þurfa að standa saman vörð um náttúruna.

Mynd og frétt fengin af síðu Umhverfisstofunar.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image