Nemendur fagna að lokinni kynningu

Lokaverkefni og útskrift Landgræðsluskólans

Nana Esi A. Aidoo frá Ghana kynnir sitt verkefni

Stór dagur var hjá nemendum Landgræðsluskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna þegar þau kynntu lokaverkefnin sín á opinni málstofu á Keldnaholti. Í ár nema 17 sérfræðingar frá níu löndum Afríku og Mið-Asíu við skólann. Í heimalöndum sínum starfa þau sem sérfræðingar við háskóla, ráðuneyti, héraðsstjórnir, og rannsókna- og eftirlitsstofnanir á sviði landnýtingar- og landverndarmála. Rannsóknarverkefnin þeirra voru fjölbreytt að vanda og afar áhugaverð. Fjölluðu þau m.a. um gerð og nýtingu moltu til landgræðslu, mat á ástandi lands við rætur Heklu og gerð landgræðsluáætlana fyrir þann hluta svæðisins sem er í slæmu ástandi, viðhorf námuverkamanna í Gana til auðlindagjalds sem nýtt verður til landgræðslu, og aðlögun að loftslagsbreytingum í Úganda séð með kynjagleraugum. Þann 14. september nk. útskrifast síðan nemarnir við hátíðlega athöfn á Keldnaholti og stuttu síðar halda þau aftur heim til síns heima og miðla þeirri þekkingu sem þau hafa öðlast hér á landi á sínum vinnustöðum.

Nánar frá viðburðinum og myndir hér

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image