Landbúnaðarháskóli Íslands er ábyrgur fyrir loftslagsvöktun Copernicusaráætlunarinnar þar sem Dr Pavla Walderhauserová lektor fer fyrir í gegnum Rykrannsóknarfélag Íslands RykÍs eða IceDust á ensku. Pavla hefur sérhæft sig í rannsóknum á háloftaryki og vegna tíðra rykstorma og eldgosa á Íslandi er mikilvægt að fylgjast með loftgæðum með tilliti til umhverfis- og loftslagsáhrifa sem og öryggismála.
Nú er búið að birta Copernicus EU vefsíðuna á íslensku. Copernicus er jarðvöktunarhluti geimáætlunar ESB. Þar er er hægt að fylgjast með fréttum um þátttöku Íslands í verkefninu, fá upplýsingar um land-, sjávar- og loftslagsvöktun, skoða verkefni sem eru sérsniðin að Íslandi, og margt fleira.