Líffræðiráðstefnan 2015

Næstkomandi fimmtudag hefst þriggja daga Lífræðiráðstefna Líffræðifélags Íslands, en Landbúnaðarháskólinn er einn af styrktaraðilum hennar. Ráðstefnan spannar öll fræðasvið líffræðinnar og samkvæmt dagskrá verða fjöldi fyrirlestra og veggspjalda, málstofa og hringborð um sauðfjárbeit sem og sérstök málstofa um vistfræði háhitasvæða. Dagskrá má finna hér.

Áhugafólki um landbúnað er bent á að kynna sér yfirlitserindi Brynhildar Davíðsdóttur, Enviromental sustainability in Iceland, the role of biology, og Snorra Baldurssonar, Náttúruvernd á Krossgötum.
Einnig er vert að benda á að nokkrir starfsmenn og nemendur LbhÍ munu koma að ráðstefnunni: Ólafur Arnalds, Ása L. Aradóttir, Bjarni Diðrik Sigurðsson, Christina Stadler, Úlfur Óskarsson, Helena Marta Stefánsdóttir, Elín Guðmundsdóttir (nemi), Steven Dauwe og Niki I. W. Leblans (nemar).

Frekari upplýsingar og skráningarhnapp er að finna á heimasíðu Líffræðifélags Íslands.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image