Laust er til umsóknar starf lektors í jarðrækt við deild Ræktunar og fæðu við Landbúnaðarháskóla Íslands. Deild Ræktunnar og fæðu hefur það að aðalmarkmiði að deila og varðveita þekkingu og dýpka á sviði jarðræktar og búfjárfræða. Enn fremur er leitast við að efla nýsköpun í gegnum rannsóknir og kennslu. Viðfangsefni deildarinnar eru þverfagleg og blandast þar saman líffræðilegir, tæknilegir, efnahagslegir og samfélagslegir þættir sem tengjast landbúnaðarframleiðslu og áhrifum hennar á umhverfið og samfélagið í heild.
English version
Helstu verkefni og ábyrgð
- Uppbygging alþjóðlega viðurkenndra rannsókna í hagnýtum jarðræktarfræðum og sjálfbærri landnýtingu
- Birting ritrýndra vísindagreina, öflun rannsóknarstyrkja og virk þátttaka í alþjóðlegu og innlendu samstarfi
- Kennsla og þróun námskeiða á grunn- og framhaldsstigi
- Leiðbeining nemenda í rannsóknaverkefnum
- Virk þátttaka í faglegu þróunarstarfi og uppbyggingu innan skólans
Hæfniskröfur
- Doktorspróf í jarðrækt eða skyldum greinum
- Reynsla af rannsóknum og störfum sem tengjast jarðrækt
- Reynsla af kennslu, ásamt getu og vilja til fjölbreyttrar þekkingarmiðlunar á fræðasviðinu
- Skýr framtíðarsýn varðandi rannsóknir og þróun fræðasviðsins
- Geta til að vinna sjálfstætt og sem hluti af hópi
- Samstarfshæfni og lipurð í samskiptum
- Mjög gott vald ensku, íslenskukunnátta æskileg
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert. Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni vottorð um námsferil sinn og störf, ritaskrá, skýrslu um vísindastörf og önnur störf sem þeir hafa unnið, kynningarbréf þar sem m.a. koma fram upplýsingar um rannsóknaráherslur og hugmyndir um kennsluaðferðir/þróun og þekkingarmiðlun á fagsviðinu.
Athygli er vakin á því að samkvæmt reglum LbhÍ er rektor heimilt að veita framgang í starf dósents eða prófessors strax við nýráðningu ef umsækjandi uppfyllir viðkomandi hæfnisviðmið. Landbúnaðarháskóli Íslands áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 08.03.2024
Nánari upplýsingar
- Erla Sturludóttir,
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. Sími: 433 5000 - Guðmunda Smáradóttir,
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. Sími: 433 5000