Í síðustu viku var haldin fjölsótt ráðstefna í Bændahöllinni um leiðir til þess að auka kolefnisbindingu á Íslandi. LbhÍ var meðal aðstandanda ráðstefnunnar og hélt Auður Magnúsdóttir, deildarforseti auðlinda- og umhverfisdeildar LbhÍ, erindi um losun gróðurhúsalofttegunda vegna landnotkunar á Íslandi. Þá fjallaði Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landsamtaka sauðfjárbænda, sauðfjárbændur og kolefnisbindingu. Jóhann Þórsson, sérfræðingur hjá Landgræðslu ríkisins, fjallaði um kolefnisbindingu með Landgræðslu, og Arnór Snorrason, sérfræðingur á Mógilsá, fjallaði um kolefnisbindingu með skógrækt.
Fyrstur í pontu var Eugene Hendrick en hann er írskur sérfræðingur um kolefnisbindingu og sagði hann frá reynslu Íra við að binda kolefni á Írlandi. Hægt er að lesa viðtal við hann í nýjasta Bændablaði.