Búfræðineminn Kristján Valur fór í verknám í Noregi. Hér er hann ásamt Hafþóri og Eyjólfi Kristni, starfsmönnum LbhÍ.

LbhÍ hlýtur styrk til nemenda- og starfsmannaskipta

Image
Kennarar á búfræðibraut í heimsókn í Biotehniški center Naklo í Slóveníu.

Verkefni Wider Horizon – Víðari sjóndeildarhringur fékk nýlega styrk frá Erasmus+ upp á rúmlega þrjár og hálfa milljón. Verkefnið er samstarfsverkefnið fjögurra framhaldsskóla staðsetta í Noregi, Danmörku, Bretlandi og í Slóveníu og er framhald af verkefninu Gerum gott betur sem lauk í síðasta ári. Megin markmið verkefnisins er að auka möguleika nemanda í búfræði og öðrum tengdum greinum að taka starfsnám erlendis með aðstoð samstarfsskólanna. Eins er markmið verkefnisins að starfsmenn skólana geta heimsótt samstarfsskólana sem liður í endurmenntun.  

Verkefnið Gerum gott betur gekk mjög vel og voru átta nemendur á starfsmenntabraut LbhÍ sem nýttu sér tækifærið og tóku hluta skiptináms erlendis. Vonast er til, með þessu nýja verkefni, að fleiri nemendur muni nýta sér tækifærið að kynna sér búskap og búhætti í öðrum löndum Evrópu.
 

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image