Landbúnaðarháskólinn er aðili að háskólanetinu UNIgreen – The Green European University ásamt 7 öðrum háskólum. Samningur þess efnis var undirritaður í febrúar á þessu ári og hlaut úthlutun til evrópskra háskólaneta (e. European Universities) úr Erasmus+ áætluninni nýverið. Þetta er afar mikið ánægjuefni og er LBHÍ annar íslenski háskólinn til að verða aðili að slíku neti en HÍ er virkur þátttakandi í gegnum Aurora samstarfið.
UNIgreen netið er ætlað að efla samvinnu um menntun, rannsóknir og nýsköpun sem og bættra ferla og miðlun þekkingar á sviði landbúnaðar, lífvísinda og líftækni.
Erasmus+ áætlunin veitir styrkina og er um að ræða 16 net sem áður höfðu verið samþykkt auk fjögurra nýrra og er UNIgreen eitt fjögurra sem hlaut styrk að þessu sinni. Sjá frétt á vef Rannís.