Úthlutað var úr Nýsköpunarsjóði námsmanna fyrir árið 2022 í gær. Hermann Georg Gunnlaugsson námsbrautarstjóri landslagsarkitektúr sótti um styrki fyrir fjóra nemendur í tengslum við verndaráætlanir friðlýstra garða í samstafi við Félag íslenskra landslagsarkitekta FÍLA og Minjastofnun.
Einnig var sótt um styrk fyrir einn nemanda til að vinna verkefni sem kallast náttúruleikskólar, útileiksvæði og virknikostir. Það verkefni er unnið í samstarfi við Kristínu Norðdahl sérfræðing í náttúrufræðimenntun við Háskóla Íslands og Helenu Óladóttur sem er sérfræðingur í náttúru- og loftslagsmenntun.
Þessi tvö verkefni fengu samtals úthlutað 5.100.000.- króna úr sjóðnum og verður farið í það fljótlega að skilgreina vinnu sumarsins. Það eru því möguleiki fyrir 5 nemendur að taka þátt í þessari vinnu sem Hermann mun stýra.
En þess má geta að námbrautin í landslagsarkitektúr hefur á síðustu árum fengið á annan tug styrkja úr Nýsköpunarsjóði námsmanna.
Við óskum styrkþegum inniega til hamingju og fylgjumst spennt með framvindu þess.