Landgræðsluskólanemar á ferð um landið

Ár hvert kemur hópur sérfræðingar frá löndum Afríku og Mið-Asíu í nám við Landgræðsluskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna sem hýstur er af Landbúnaðarháskóla Íslands í samvinnu við Landgræðslu ríkisins. Nemarnir vinna að landgræðslu, sjálfbærri landnýtingu og tengdum umhverfismálum við háskóla, rannsóknastofnanir, ráðuneyti og héraðsstjórnir í sínum heimalöndum og fá tímabundið leyfi frá störfum til að sækja sér menntun við Landgræðsluskólann. 

Þessa vikuna eru nemarnir á ferð um Norður- og Vesturland til að kynna sér ýmis landgræðsluverkefni. Með því fá nemarnir tækifæri til að upplifa það sem þau hafa lært í fyrirlestrum fyrstu þrjá mánuði dvalar sinnar á Íslandi.

Námsferðin byrjaði á ferð norður Kjöl. Því næst var komið  við í Skagafirði þar sem héraðsfulltrúi Landgræðslunnar fræddi um hrossabeit og bakkavarnir. Dimmuborgir, Hólasandur og fleiri staðir við Mývatn voru heimsóttir en Landgræðsla ríkisins hefur unnið að uppgræðsluverkefnum á svæðinu. Einnig kynntist hópurinn starfi bænda sem unnið hafa gott landgræðslustarf á sínum jörðum.

Ferðinni lýkur í Reykjavík, þar sem Landgræðsluskólanemarnir ljúka dvöl sinni við starfstöð LbhÍ á Keldnaholti, eftir sumardvöl hjá Landgræðslunni í Gunnarsholti. Útskrift hópsins fer fram 13. september næstkomandi.​

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image