Landbúnaðarháskóli Íslands og Wageningen háskólinn í hollandi skrifa undir samstarfssamning. Ljósmynd Wur.

Landbúnaðarháskóli Íslands og Wageningen háskólinn í Hollandi undirrita samstarfssamning

Nýr samingur mun styrkja uppbyggingu innviða og þar með kennslu skólans á öllum námsstigum. Ljósmynd LbhÍ

Landbúnaðarháskóli Íslands og Wageningen háskólinn í Hollandi hafa undirritað samning um samstarf á sviði garðyrkju, en Wageningen háskólinn í Hollandi er einn fremsti skólinn á því sviði í Evrópu. Samningurinn snýr að samstarfi á sviði rannsókna og nýsköpunar, auk þess sem unnið verði að því að halda sameiginleg námskeið og vinnustofur og koma á starfsmannaskiptum. Nú þegar er unnið að því sameiginlega að sækja um verkefnastyrki til Evrópusambandsins. Horft er til verkefna á sviði tækninýjunga í garðyrkju en Hollendingar eru mjög framarlega á því sviði og til notkunar endurnýjanlegrar orku og þá er ekki síst horft til reynslu og þekkingar hérlendis af notkun jarðvarma. Þá er einnig hugað að verkefnum sem styðja hringrásarhagkerfið, matvælaframleiðslu í borgum og sem snúa að þróun í umhverfisskipulagi.

,,Landbúnaðarháskóli Íslands er afar ánægður með samninginn við Wageningen háskólann sem styður við stefnu Landbúnaðarháskólans um aukið erlent samstarf, þekkingaruppbyggingu og aukna áherslu á rannsóknir og nýsköpun, sem mun styrkja uppbyggingu innviða og þar með kennslu skólans á öllum námsstigum”, segir Ragnheiður Þórarinsdóttir, rektor Landbúnaðarháskólans.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image