Landbúnaðarháskóli Íslands hlaut á dögunum formlega vottun um að háskólinn starfræki launakerfi sem stenst kröfur jafnlaunastaðalsins ÍST 85. Jafnlaunakerfi Landbúnaðarháskóla Íslands nær til allra starfsmanna skólans. Kerfið er samansafn af ferlum, launaviðmiðum, skjölun, verklagi og fleiru til að tryggja að málsmeðferð og ákvarðanataka í launamálum feli ekki í sér kynbundna mismunun.
Samkvæmt lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla þarf viðurkenndur vottunaraðili að meta hvort öll skilyrði staðalsins hafi verið uppfyllt. Það var BSI á Íslandi sem framkvæmdi úttektina á launakerfi LBHÍ en BSI er faggild skoðunarstofa á Íslandi og umboðsaðili BSI-group (British Standards Institution).
Ragnheiður I Þórarinsdottir, rektor Landbúnaðarháskóla Íslands:
„Það er mjög ánægjulegt að hafa náð þessum árangri. Við höfum í nokkurn tíma unnið að jafnlaunavottununni við Landbúnaðarháskólann, en hér er rík áhersla lögð á jafna stöðu karla og kvenna. Jafnlaunavottun er mikilvæg staðfesting á því starfi.“
Sjá hér nánar um hvað jafnlaunavottun felur í sér á vefsíðu Jafnréttisstofu.
https://www.jafnretti.is/is/vinnumarkadur/jofn-laun-og-jafnir-moguleikar/hvad-er-jafnlaunavottun.
Nánari upplýsingar veitir Rósa Björk Jónsdóttir, útgáfu- og kynningarstjóri Landbúnaðarháskólans, í síma 843 5378 eða í