Sólveig Sanchez er doktorsnemi hjá okkur og hóf sitt nám fyrr á þessu ári. Verkefni hennar við Landbúnaðarháskólann fjallar um kolefnið og vatn í jarðvegi birkivistkerfa. Niðurstöðurnar verða svo tengdar við umhverfismál, innan loftslagsmála, kolefnisbindingu, jarðvegsrofa, og annarra atriða. Þessi rannsókn mun auka þekkinguna á birkiskógum, kolefnisbindingu og vatnsferlum í samræmi við þróun loftslagsmála. Niðurstöður rannsókarinnar munu vonandi styðja hugmyndina um að endurheimta birkiskóga og, þar af leiðandi, veita fleiri rök fyrir því að framkvæma þá hugmynd.
Um hvað snýst verkefnið þitt?
Þessi rannsókn er auk þess hluti af stærra verkefni sem heitir BirkiVist. Út frá gögnum þessarrar rannsóknar og hinum rannsóknunum í BirkiVist munum við fá mjög skýrar og ítarlegar upplýsingar um birkitréð og vistkerfið þess. Við munum fá upplýsingar um hvernig það fjölgar sér, um lífræðilegan fjölbreytileika inn í vistkerfunum, jarðvegsgæði, og fleiri þýðingarmikil atriði.
Hver er þinn bakgrunnur?
Ég er 23 ára landfræðingur með meistaragráðu í Umhverfis- og auðlindafræðum við Háskóla Íslands. Ég er spænsk/íslensk, uppalin á Spáni en 18 ára flutti ég til Íslands til að hefja háskólanám. Hef lært dans í 10 ár, sérstaklega nútímadans, ballet og flamenco, og mér finnst mest gefandi að dansa út í náttúrunni. Ég hef líka önnur áhugamál innan fleiri listforma og íþrótta og er mjög félagslynd.
Þegar ég sá starfið auglýst fyrir þetta verkefni fannst mér ég verða að sækja um. Verkefnið fléttar saman báðar gráðurnar mínar: landfræði og umhverfisfræði. Doktorsnámið er auðvitað krefjandi en uppfyllir öll mín áhugamál í vísindum: feltvinnu, rannsóknarstofuvinnu og greinaskrif. Markmið mitt er að hafa áhrif og aðstoða í baráttunni við loftslagsbreytingar. Þetta verkefni gerir það svo sannarlega. Verkefnið tengist einnig atriðum sem mér eru mjög kær, eins og endurheimt vistkerfa.
Hvað hefur þú aðalega verið að fást við fram að þessu?
Hingað til hefur feltvinnan fengið aðalhlutverkið. Ég hef ferðast út um allt land og tekið jarðvegssýni þar sem birkiskógar eru ríkjandi. Sýni hafa verið tekin í skóglausu landi, í ungum birkiskógum og svo í gömlum birkiskógum, til þess að geta borið þá saman. Ég hef verið svo heppin að vinna á fallegum og einstökum svæðum eins og Þórsmörk, Húsafelli, Steinadal, Hrífunesi, o.fl.
Þessi rannsókn mun auka þekkinguna á birkiskógum, kolefnisbindingu og vatnsferlum í samræmi við þróun loftslagsmála. Niðurstöður rannsókarinnar munu vonandi styðja hugmyndina um að endurheimta birkiskóga og, þar af leiðandi, veita fleiri rök fyrir því að framkvæma þá hugmynd. Þessi rannsókn er auk þess hluti af stærra verkefni sem heitir BirkiVist. Út frá gögnum þessarrar rannsóknar og hinum rannsóknunum í BirkiVist munum við fá mjög skýrar og ítarlegar upplýsingar um birkitréð og vistkerfið þess. Við munum fá upplýsingar um hvernig það fjölgar sér, um lífræðilegan fjölbreytileika inn í vistkerfunum, jarðvegsgæði, og fleiri þýðingarmikil atriði.
Hefur eitthvað áhugavert komið fram í rannsóknarvinnu sumarsins?
Þökk sé feltvinnu og möguleikanum að skoða svæðin nákvæmlega hef ég komist að raun um að vistkerfi gamallla birkiskóga eru lífrík, með fjölbreytt plöntulíf og ekkert jarðvegsrof. Annað er upp á teningnum í ungum skógum og sérstaklega í skóglausu landi. Þar er oftast jarðvegsrof og einungis fáar plöntur. Þetta gefur til kynna að líklegast verður meira kolefni, betri vatnsheldni, meiri kolefnisbinding og ríkari lífræðilegur fjölbreytileiki í gamla birkiskóginu, frekar en í skóglausu landið. En þetta á eftir að sýna fram á í niðurstöðunum sem verða birtar bráðlega.
Eitthvað að lokum?
Það sem er skemmtilegt er að vera vísindamaður! Og sérstaklega í feltvinnu! Ég hef verið mjög heppin með rannsóknarteymið mitt, hef fengið að vinna með áhugasömum og klárum félögum sem hafa góða kímnigáfu. Við hefum lent í alls konar veðrum: notið góða veðursins og líka hlegið á rennandiblautum og stormasömum dögum. Feltdagarnir eru langir og maður verður úrvinda að þeim loknum, þá byrjar maður að vera algjör klaufi. Við höfum oft dottið um í gamla skóginum með þunga bakpoka fulla af jarðvegssýnum. En það var líka það fyndnasta í heimi! Einnig höfum við verið að vinna umkringd fallegri náttúrunni og þá oft fengið heimsókn frá kindum, lóum og rjúpum. Mæli með, 10/10