Í síðustu viku áður en nemendur hófu sína haustönn komu kennarar saman og stilltu saman strengi. Árlega fara fram fræðsludagar kennara þar sem starfsfólk kennsluskrifstofu og þeir aðilar sem koma að kennslu fara yfir praktísk atriði og fá fræðslu um ýmis málefni og taka þátt í vinnustofum.
Að þessu sinni var yfirskriftin Af góðum hug koma góð verk. Dagskráin náði yfir tvo daga og voru bæði voru erindi frá starfsfólki Landbúnaðarháskólans sem og utanaðkomandi sérfræðingum. Má þar nefna erindi um Gæði háskólakennslu á stafrænum tímum, hagur af samstarfi, ábyrgð og skyldur kennara, aukin gæði kennslu, samkeppnishæfni og kennsluhættir. Seinni deginum var síðan varið í vinnustofur um hin ýmsu kerfi og forrit sem notast er við í kennslu í dag.
Kennslustjóri og starfsfólk kennsluskrifstofu stóðu fyrir deginum ásamt starfsfólki og tókst mjög vel til.