Jafnréttisdagur. Innflytjendur og háskólamenntun: Samfélagsleg ábyrgð og framtíðarsýn

Jafnréttisdagur

Jafnréttisdegi 2019 verður fagnað 14. febrúar með málþingi í Veröld - húsi Vigdísar. Málþingið er samstarfsverkefni allra háskóla landsins og Jafnréttisnefndar Háskóla Íslands og ber yfirskriftina „Innflytjendur og háskólamenntun: Samfélagsleg ábyrgð og framtíðarsýn“.

Dagskráin hefst klukkan 13.30 og þar verður rætt um hvað háskólar á Íslandi geta gert til að auka aðgengi innflytjenda að námi. Flutt verða erindi rannsakenda um efnið og efnt til pallborðsumræðna með ýmsum aðilum úr háskólasamfélaginu, af innlendum og erlendum uppruna, um stöðu mála og framtíðina.

Kaffi og meðlæti í hléi. Öll velkomin.

Dagskrá

13:30 Opnun málþings: Steinunn Gestsdóttir, aðstoðarrektor kennslu og þróunar í Háskóla Íslands
13:40 Rannsóknarverkefnið „Væntingar og tækifæri innflytjenda á Íslandi til háskólamenntunar og áskoranir henni tengdar“: Almenn kynning verkefnis: Hanna Ragnarsdóttir prófessor og Kriselle Lou Suson Jónsdóttir
13:50 Stefnur háskóla: Anna Katarzyna Wozniczka doktorsnemi
14:00 Niðurstöður: Kennsluaðferðir - Anh-Dao Tran nýdoktor
14:20 Niðurstöður: Íslenska sem annað mál - Artëm Ingmar Benediktsson doktorsnemi
14:40 Niðurstöður: Stuðningur - Susan Rafik Hama doktorsnemi
15:00 Samantekt: Börkur Hansen prófessor og Hanna Ragnarsdóttir prófessor
15:10 Spurningar og umræður

15:20 Kaffihlé

15:50 Þekking, menntun og reynsla innflytjendakvenna í ljósi #Metoo. Brynja Elísabeth Halldórsdóttir lektor
16:10 Pallborðsumræður: 

Steinunn Gestsdóttir, aðstoðarrektor kennslu og þróunar í Háskóla Íslands

Nichole Leigh Mosty, fulltrúi WOMEN: Samtök kvenna af erlendum uppruna

Derek Allen, formaður Alþjóðanefndar Stúdentaráðs Háskóla Íslands

Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor Listaháskóla Íslands

Eyjólfur Guðmundsson, rektor Háskólans á Akureyri

Katrín Ólafsdóttir, formaður Jafnréttisnefndar Háskólans í Reykjavík

Sonja Björg Jóhannsdóttir, jafnréttisfulltrúi Landsambands íslenskra stúdenta

16:50 Málþingi slitið

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image