Dagana 5-7 apríl var hjá okkur í Landbúnaðarháskóla Íslands sérfræðingur frá Noregi, Fredrik Lövenskiold. Fredrik kenndi námskeiðið Hönnun og langing skógarvega.
Námskeiðið var skipulagt í samtarfi við Skógfræðingafélag Íslands, þátttakendur á námskeiðinu voru 30 talsins. Um helmingur þátttakenda voru nemendur við háskóladeildir skólans og hinn helmingur þátttakenda voru fagaðilar úr skógargeiranum. Meðal fagaðilla voru starfsmenn Lands og skógar, starfsmenn skógræktarfélaga og verktakar.
--
Nú er opið fyrir umsóknir í nám á meistarastigi til 15. apríl og í BS nám í skógfræði til 5. júní.