Albína Hulda Pálsdóttir dýrabeinfornleifafræðingur við LbhÍ var gestur í hlaðvarpsþættinum „Cooking with Archaeologist“ sem er í umsjón fornleifafræðingsins Colin P. Amundsen. Í þættinum tekur hann viðtöl við fornleifafræðinga, ræðir við þá um rannsóknir þeirra, hvernig áhuginn á faginu kom til og fær svo uppskrift af rétti sem eldaður hefur verið við rannsóknir á vettvangi eða tengist á einhvern hátt rannsóknum viðmælandans.
Albína er í doktorsnámi við Centre for Ecological and Evolutionary Synthesis (CEES), Department of Biosciences, University of Oslo og í þættinum sagði hún frá doktorsverkefni sínu „Hestar og sauðfé víkinganna: Fornerfðafræði húsdýra í Norður-Atlantshafi“ auk þessa að deila uppskrift ömmu sinnar af úrvals lambahrygg.
Fyrir áhugasama er hægt að hlusta á þáttinn hér.
Leiðbeinendur hennar eru Jón Hallsteinn Hallsson, LbhÍ, Sanne Boessenkool og Nils Chr. Stenseth, Centre for Ecological and Evolutionary Synthesis (CEES), Department of Biosciences, University of Oslo og Juha Kantanen, LUKE Natural Resources Institute Finland.