Eins og kom fram á blaðamannafundi ríkistjórnarinnar þá hefur starfi í grunn-, framhalds- og háskólum verið takmarkað og ný reglugerð tók gildi á miðnætti 24.mars. Reglugerðin gildir frá og með deginum í dag og gildir til 31.mars 2021. Þetta þýðir að ekkert staðarnám verður í skólanum og kennsla færist í fjarnám. Nánari upplýsingar um einstök námskeið og útfærslur berast nemendurm í gegnum vefpóst, Uglu og Canvas. Við biðjum nemendur því að vera vakandi yfir tilkynningum sem berast þar.
Reglugerð um takmörkun á skólastarfi vegna farsóttar.
EInnig voru kynntar hertari aðgerðir almennt í samfélaginu og hefur sú reglugerð gildistímann 25.mars-15.apríl. Þar eru helstu atriði 10 manna samkomutakmörk, tveggja metra fjarlægðarregla og grímuskylda sé ekki hægt að tryggja fjarlægð. Starfsfólk er hvatt til að vinna að heiman eins og kostur er. Allir eru hvattir til að sýna smitgát og huga að persónubundnum sóttvörnum og forðast sameiginlega snertifleti.
Reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar
Við þökkum öllum fyrir að bregðast hratt og vel við breytingum sem skella á með stuttum fyrirvara. Munum að huga að náunganum og förum að öllu með gát.