Helgi Eyleifur Þorvaldsson hefur hafið störf hjá Landbúnaðarháskóla Íslands og mun gegna stöðu aðjúnkts ásamt því að sinna brautarstjórn í búfræði. Helgi verður með starfsaðstöðu á Hvanneyri og er ráðinn í 100% starfshlutfall.
Helgi er alinn upp á bænum Brekkukoti í Reykholtsdal þar sem foreldrar hans ráku blandað kúa- og sauðfjárbú um árabil. Hann býr í Reykholti ásamt konu sinni Jónínu Sigríði Þorláksdóttur sem stundar doktorsnám við LbhÍ en saman eiga þau einn son, Þorlák Hugberg. Helgi er búfræðingur og BSc í búvísindum frá Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri en hefur auk þess lokið meistaragráðu í viðskiptastjórnun (MBA) með áherslu á frumkvöðlafræði og nýsköpun frá þýska háskólanum Hochschule für Wirtschaft und Recht (HWR) í Berlín.
Helgi hefur starfað hjá Líflandi frá því hann útskrifaðist úr búvísindanáminu, ýmist í fullu starfi eða hlutastarfi með námi og öðrum verkefnum, fyrst einkum við fóðurráðgjöf fyrir bændur en síðar meir sem sölu- og deildarstjóri lanbúnaðarsviðs Líflands. Þá rak hann bú foreldra sinna í tvö ár ásamt systur sinni Halldóru Lóu og kom þar á fót ísvinnslu sem framleiddi rjómaís beint frá býli undir vörumerkinu Laufey sem var seldur í ýmsum verslunum. Nýlega seldu þau fyrirtækið og munu nýjir eigendur halda framleiðslu áfram á nýjum stað.
„Það er afar spennandi að vera komin til starfa hjá LbhÍ. Það eru miklar breytingar framundan í matfælaframleiðslu í heiminum sem við verðum að laga okkur að og taka fullan þátt í, bæði í vísindastarfi en ekki sýst kennslu til að undirbúa okkar nemendur sem best fyrir framtíðna. Tækifærin eru fjölmörg og áskoranirnar líka sem gerir starfið mjög spennandi“
Við bjóðum Helga innilega velkominn til starfa.