Landbúnaðarháskóli Íslands fékk skemmtilega heimsókn nýlega frá nemendum í Varmahlíðarskóla í Skagafirði. Voru þar á ferð krakkar í níunda og tíunda bekk sem sátu landbúnaðarnámskeið sem boðið var upp á sem valfag við skólann. Það voru nemendurnir sjálfir sem fengu þá hugmynd að fá að koma í heimsókn í LbhÍ á Hvanneyri til að kynna sér skólann, aðstæður og þá búfræðinámið sérstaklega. Eftir námskynningu og hádegismat fengu nemendur kynningu hjá ábúendum á fjárbúinu Hesti, hjá reiðkennara á Mið-Fossum og kynningu hjá fjósameistara í Hvanneyrarfjósi.
Krakkarnir voru áhugasöm og höfðu um margt að spyrja og spjalla. Þökkum við þeim kærlega fyrir heimsóknina.
Rebekka, nemendi í Umhverfisskipulagi, sýndi módeltillögu sem hún gerði af sundlaugargarði skólans
Snædís Anna, ábúandi á Hesti, fræddi nemendur m.a. um fjárhúsabygginguna.
Hafþór, fjósameistari, fékk ótal spurningar frá krökkunum.