Samstarfsnefnd um gæðamál háskóla kom saman á Hvanneyri í gær auk fulltrúa Gæðamats háskóla sem og háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins á sínum árlega haustfundi. Fjallað var um rammaáætlun um eflingu gæða í íslenskum háskólum, reglubundnar stofnanaúttektir og hvernig megi stuðla að aukinni þekkingu á sviði gæðamála.