Háskóladagurinn er 3. mars-kynntu þér námið við LBHÍ!

Á Háskóladaginn, laugardaginn 3. mars nk., munu allir sjö háskólar landsins kynna námsframboð sitt. Kynningarnar fara fram í Háskólanum í Reykjavík, Háskóla Íslands og Listaháskólanum í Laugarnesi. Frítt verður í Háskóladags-strætóinn sem mun ganga á milli bygginganna.
Landbúnaðarháskóli Íslands kynnir allar námsbrautir á neðri hæð Háskólatorgs í HÍ. Þar taka nemendur, kennarar og starfsfólk LbhÍ vel á móti gestum og svara spurningum um námið við skólann, nemendagarða og aðstæður rannsókna og kennslu.

Umsóknarfrestur er til 5. Júní 2018– komdu og kynntu þér hvaða nám Landbúnaðarháskólinn hefur upp á að bjóða!

 

Háskóladagurinn er haldinn laugardaginn 3. mars kl. 12-16 og taka allir sjö háskólar landsins þátt:

Landbúnaðarháskóli Íslands, Háskólinn á Hólum, Háskólinn á Bifröst og Háskólinn á Akureyri kynna námsframboð sitt á neðri hæð Háskólatorgs HÍ.

Listaháskólinn kynnir námsframboð sitt í húsnæði LHÍ í Laugarnesi, Laugarnesvegi 91.

Háskólinn í Reykjavík og Háskólinn á Bifröst kynna námsframboð sitt í húsnæði HR í Nauthólsvík.

Háskóli Íslands kynnir námsframboð sitt í Aðalbyggingu, Háskólatorgi, Öskju og Háskólabíói.

 

Kynningar utan höfuðborgarsvæðis:

5. mars kl. 10:00 - 12:00 Fjölbrautaskóli Vesturlands
6. mars kl. 12:30 - 14:00 Fjölbrautaskóli Suðurnesja
7. mars kl. 10:10 - 11:25 Fjölbrautaskóli Suðurlands
8. mars kl. 11:00 - 12:30  Menntaskóli Ísafjarðar
12. mars kl. 10:00 - 11:30 Framhaldsskólinn í Austur- Skaftafellssýslu
13. mars kl. 11:00 - 12:30 Menntaskólinn á Egilsstöðum
14. mars kl. 9:30 - 11:00 Menntaskólinn á Akureyri og  kl. 12:30 - 14:00 í Verkmenntaskólinn á Akureyri
15. mars kl. 10:25 - 11:25 Fjölbrautarskóli Norðurlands Vestra

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image