Gunnhildur Guðbrandsdóttir hefur hafið störf sem deildarfulltrúi á kennslusviði. Hún er uppalin á Staðarhrauni á Mýrum og landfræðingur og þróunarfræðingur að mennt. Gunnhildur er 44 ára gift þriggja barna móðir og er að flytja til baka í Borgarbyggð (nánar tiltekið Borgarnes) eftir um það bil 13 ár í Svíþjóð og þar áður 10 ár í Reykjavík.
„Í Svíþjóð vann ég sem verkefnastjóri móðurmálsstofunnar í sveitarfélaginu Täby í Stokkhólmi ásamt því sem ég tók að mér að kenna íslensku sem móðurmál fyrir grunnskólabörn í nokkur ár“.
Gunnhildur hefur mikinn áhuga á jafnréttismálum, náttúrunni og samveru með fjölskyldu og vinum.
Starf hennar við LBHÍ felur í sér umsjón með framhaldsnáminu við skólann. Ég mun verða tengiliður milli nemenda annars vegar og kennara og skólans hins vegar ásamt umsjón með skipulagi og utanumhaldi námsins.
„Ég er bara rosa ánægð með að vera komin aftur á æskuslóðir og að veita börnunum mínum tækifæri á að alast upp við sama frelsi og ég gerði og í þessari náttúrufegurð sem hér er“.