Belinda Theriault framkvæmdastjóri Fulbright Ísland heimsótti okkur á dögunum og voru ræddir styrkjamöguleikar til að efla enn frekar rannsóknasamstarf milli Íslands og Bandaríkja.
„Samvinna okkar við Fulbright hefur verið mjög góð undanfarin ár og eigum við til að mynda von á tveimur bandarískum fræðimönnum á sviði skógfræða og sjálfbærs landbúnaðar sem koma til með að kenna ýmis námskeið hjá okkur tengdum sínum sérsviðum“ segir Christian Schultze alþjóðafulltrúi og tengiliður okkar við Fulbright á Íslandi.
Fulbright býður uppá mikla möguleika á samstarfi á milli Íslands og Bandaríkjanna og má til dæmis nefna nýjan sjóð fyrir íslenska doktorsnema til náms ytra. Ýmsir möguleikar á samvinnu eru í boði og er hægt að nálgast frekari upplýsingar hjá alþjóðafulltrúa okkar, Christian Schultze sem og á heimasíðu Fulbright á íslandi www.fulbright.is.