Gæðaráðið lýsti yfir ánægju sinni með nýja stefnu Landbúnaðarskólans 2019-2024 og skipuritið sem tók gildi um síðustu áramót. Sérlega var tekið eftir árangursmælikvörðunum sem settir eru fram í stefnunni með mælanlegum

Góður árangur Landbúnaðarháskóla Íslands staðfestur af Gæðaráði íslenskra háskóla

Kynningarstarf skólans hlaut lof, en það hefur leitt til fjölgunar nemenda á öllum námsstigum.
Skýrsla Gæðaráðs íslenskra háskóla er afar jákvæð og staðfestir framþróun hjá Landbúnaðarháskóla Íslands

Gæðaráð íslenskra háskóla gaf nýverið út skýrslu vegna áfangaúttektar (Mid-Term Progress Report) sem fram fór síðasta vetur. Skýrsla Gæðaráðsins er afar jákvæð og staðfestir þá framþróun sem hefur átt sér stað í gæðamálum skólans á undanförnum misserum.

Í september síðastliðnum var matsskýrsla (Mid-Term Progress Report) Landbúnaðarháskóla Íslands lögð fyrir Gæðaráð íslenskra háskóla. Markmiðið með úttektinni var að meta framþróun gæðamála frá síðustu úttekt. Helstu niðurstöður Gæðaráðsins eru að góður árangur hefur náðst í gæðamálum skólans, m.a. með útgáfu Gæðahandbókar, meiri formfestu með uppfærðum reglum og áætlunum og með skipunum í nefndir og ráð. Þá hafi stuðningur verið bættur við nemendur, m.a. með bættu aðgengi að námsráðgjafa og persónuverndarfulltrúa, sem og með aukinni eftirfylgni með framþróun rannsóknamiðaðs náms.

Gæðaráðið lýsti yfir ánægju sinni með nýja stefnu Landbúnaðarskólans 2019-2024 og skipuritið sem tók gildi um síðustu áramót. Sérlega var tekið eftir árangursmælikvörðunum sem settir eru fram í stefnunni með mælanlegum markmiðum.

Kynningarstarf skólans hlaut lof, en það hefur leitt til fjölgunar nemenda á öllum námsstigum. Þá hafa auknir fjámunir fengist til rannsóknaverkefna á undanförnum misserum sem fjölga doktorsnemendum og styrkja innviði.

Landbúnaðarháskóli Íslands óskar starfsfólki og nemendum til hamingju með þennan glæsilega árangur og þakkar öllum þeim sem komu að vinnunni við úttektina.

Skýrslu Gæðaráðsins má finna á heimasíðu þeirra hér

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image