Getur berjarækt orðið arðvænleg búgrein á Íslandi? Málþing 12. mars nk.

Málþing um ræktun berjarunna, tegundir og yrki verður haldið sunnudaginn 12. mars í ráðstefnusalnum Kötlu á 2. hæð Hótel Sögu. Viðburðurinn, sem er öllum opinn, er haldinn í samvinnu Garðyrkjufélags Íslands, Bændasamtaka Íslands og Garðyrkjuskóla LbhÍ á Reykjum. Málþing fyrir lærða sem leika. Allt áhugafólk er hvatt til þátttöku. Jón Kristófer Arnarson, garðyrkjufræðingur og kennari við LbhÍ, er meðal fyrirlesara og mun fjalla um berjarækt út frá eigin reynslu. Guðríður Helgadóttir, forstöðumaður Garðyrkjuskóla LbhÍ á Reykjum, stýrir málþinginu.

Nánari dagskrá:

Berryfarming in the north - suitable varieties for cultivation in open field
Leif Blomqvist, garðplöntuframleiðandi og rithöfundur

Möguleikar í íslenskri berjarækt, reynsla og áskoranir
Jón Kristófer Arnarson, garðyrkjufræðingur og kennari við LbhÍ

Berjarækt á íslandi – raunhæfir möguleikar
Jón Guðmundsson, garðyrkjufræðingur og frumkvöðull í ávaxta- og berjarækt

Að loknum erindum verða pallborðsumræður.

Málþinginu stýrir Guðríður Helgadóttir, forstöðumaður Garðyrkjuskóla LbhÍ á Reykjum.

Skráning á málþingið er á heimasíðu Bændasamtaka Íslands www.bondi.is fyrir lok laugardagsins 11. mars. Þátttökugjald er kr. 1.500 og eru kaffiveitingar innifaldar. Hér er slóð til að skrá á málþingið:  
http://www.bondi.is/a-dofinni/getur-berjaraekt-ordid-ardvaenleg-bugrein-a-islandi/12

Ath: Að fylla á út formið þegar þið skráið ykkur.  Greiðsla er við inngang.
Posi verður á staðnum en það er vel þegið ef greitt er með pening til að flýta fyrir afgreiðslu.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image