Sýning á verkum Mateja Kregar

Gegnum augu landslagsarkitektsins Mateja Kregar Trsar

Teikningar og myndir eftir Mateja Kregar frá háskólanum í Ljubljana eru til sýnis á fyrstu hæð í Ásgarði, aðalbyggingu LBHÍ á Hvanneyri. Sýningin ber yfirskriftina Gegnum augu landslagsarkitektsins Mateja Kregar Trsar og er öllum opin.
 
Mateja var fyrr í haust í þriðju heimsóknin sinni á vegum Erasmus+ á Hvanneyri. LBHÍ hefur fengið bæði kennara og nemendur frá Ljubljana í gegnum Erasmus+ og einnig hafa kennarar frá okkur farið til Ljubljana.
 
Sem stendur eru 27 erlendir skiptinemar í gegnum Erasmus+ á haustönninni í námi við LbhÍ.
Landslagsarkitektúr LbhÍ, Landbúnaðarháskóli Íslands og Alþjóðaskrifstofa LbhÍ eiga heiður skilið fyrir að standa að baki þessum skiptum. Nemandur LbhÍ njóta góðs af þessari innspýtingu og krafti sem kemur með þessu góða fólki. Á námskeiðinu hjá Mateja lærðu nemendur að fanga umhverfið og festa niður á blað með mismunandi aðferðum. 
 
 
Um sýninguna
Lína er óhlutbundnasta listræna formið. Hún er form sem kemur fram í náttúru aðeins sem samspil við önnur yfirborð eða sem jaðar. En í teikningu er hún ómissandi hlutur til að skapa rými. Með einfaldri línu, með sína þennslu og eiginleika, getum við skapað þrívíðan heim á tvívíðan flöt. Þessi sýning er sett upp sem samtal á milli línuteikningarinnar af mismunandi landslagi og æfingar nemendana á formum og samsetningu. 
 
Í gegnum mismunandi teikniæfingar þróar nemandi með sér næmni á dýpt, hann bætir rýmisgreind sína og áttaskyn. Eykur óhlutbundna hugsun og skynjun á samsetnignu sem og að lesa rými rökvíst. Æfingarnar efla nemandann í tjáningu og samskiptum með teikningu. Skýr einföld og nákvæm teikning er grunnurinn að góðum samskiptum bæði í hönnunarferlinu og í framsetningu verkefna. Með einföldum æfingum eflir nemandinn tengingu sína á milli handar og huga sem hægt er að miðla með mismunandi listrænum hætti sem skapa þrívíðan heim og dýpt frá mismunandi sjónarhornum.
 
Meðan við teiknum þurfum við að staldra við, opna augun og hugsa. Þá leyfum við hendinni að fylgja hugsunum okkar. Teikning er sterkari en hverful hughrif og gefur okkur betri sýn á einstaka hluti en þegar við aðeins horfum. Við sjáum smáatriði og samtengingar sem við hefðum annars misst af. Landslagsarkitektúr-teikning sýnir áhuga og næmni á umhverfinu og er ómissandi hluti af allri skapandi könnun. 
 
Um höfundinn
Mateja Kregar Trsar úrskrifaðist frá arkitektúrdeild háskólans í Ljubljana í Slóveníu. Hún hélt áfram í námi við líftæknideild háskólans í Landslagsarkitektúr þar sem hún hlaut meistaragráðu sína og hóf störf við deildina. Mateja hefur verið lektor við skólann síðan 2012 og kennt teikningu, formfræði, þrívíða hönnun, grafíska miðlun og framsetningu. Hennar áhersla er á mikilvægi fríhendisteikningar fyrir landslagsarkitekta.
 
logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image