Laus er staða garðyrkjustjóra við Landbúnaðarháskóla Íslands

Garðyrkjustjóri við Landbúnaðarháskóla Íslands

Laust er til umsóknar starf garðyrkjustjóra við Landbúnaðarháskóla Íslands Garðyrkjustjóri Landbúnaðarháskóla Íslands hefur umsjón með uppbyggingu og umhirðu útisvæða skólans á öllum starfsstöðvum hans og kennir á sínu fagsviði við skólann. Hann hefur faglegan metnað til þess að útisvæði skólans séu til fyrirmyndar og miðlar þekkingu sinni og reynslu til nemenda. Gert er ráð fyrir að um fullt starf sé að ræða.

Helstu verkefni

  • Umsjón og uppbygging útisvæða Landbúnaðarháskóla Íslands
  • Kennsla og verkleg þjálfun nemenda
  • Þátttaka í þróun og gerð kennsluefnis
  • Þátttaka í mótun rannsókna- verkefna á sínu fagsviði
  • Umsjón með vélum og tækjum skólans og viðhaldi þeirra í samstarfi við aðra starfsmenn

Æskilegar hæfniskröfur

  • Menntun sem nýtist í starfi
  • Reynsla af umhirðu grænna svæða
  • Reynsla af verkstjórn og/eða verkefnastjórnun
  • Vinnuvélapróf og reynsla af notkun og viðhaldi vinnuvéla
  • Reynsla af kennslu
  • Heiðarleiki og traust í mannlegum samskiptum og nákvæmni í vinnubrögðum

Hlutverk Landbúnaðarháskóla Íslands er að skapa og miðla þekkingu á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu á norðurslóðum.

Nánari upplýsingar veitir Guðmunda Smáradóttir, mannauðs- og gæðastjóri, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  sími 433-5000. Sótt er um starfið í gegnum ráðningarkerfi ríkisins hér.

Umsóknarfrestur er til  8. maí 2020

Landbúnaðarháskóli Íslands áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image