Nemendur við vinnu sína við að móta Pikachu

Garðyrkjuskólar miðla vinnuaðferðum og tækni með vinnusmiðjum

Image
Nemendur við vinnu sína við að móta Pikachu
Image
Pikachu car samvinnuverkefni íslensku og dönsku nemanna
Image
Sýnishorn af grænu þaki
Image
Kryddjurtaveggur

Nemendur á garðyrkjubrautum LbhÍ fóru nýlega í vinnusmiðju til Beder í Danmörku. Heimsóknin er hluti af Nordplus verkefninunu Nordic Horticulture  en í því eru sex garðyrkjuskólar frá Eystrasalti og Norðurlöndunum. Tilgangur verkefnisins er að kynna fyrir nemendum þessara skóla vinnuaðferðir og tækni sem tíðkast í hinum samstarfsskólunum. Það er gert með því að heimsækja einn af skólunum þar sem haldin er vinnusmiðja í tveimur til þremur sérgreinum þess skóla.

Jordbrugets Uddannelses Center í Beder hélt fyrstu vinnusmiðjuna í byrjun nóvember þar sem nemendum í skrúðgarðyrkju, garðplöntuframleiðslu og blómaskreytingum var boðið að koma og læra eitthvað nýtt í sinni grein. Skrúðgarðyrkjunemar lærðu að leggja granítkubba og mosaík stein í mynstur af ýmsu tagi, garðplöntunemar lærðu mismunandi ágræðsluaðferðir sem notaðar eru í framleiðslu ávaxtatrjáa og blómaskreytinganemar unnu með þemað jólabrúðkaup og útbjuggu skreytingar við hæfi.

Næsta vinnusmiðja fer fram á Reykjum í apríl á næsta ári. Þar verður boðið upp á verkefni fyrir skrúðgarðyrkjunema, skógræktarnema og ylræktarnema.

Með þátttöku í verkefninu eiga að opnast frekari möguleikar fyrir nemendur að ljúka hluta af sínu verknámi í öðru landi en heimalandi. Auk þess eru nemendur betur undirbúnir fyrir vinnu í sínu fagi þegar þeir hafa kynnst fleiri verkum og verkþáttum í sinni grein.

„Ég held að allir nemendur græði á því að kynnast því hvað garðyrkjuskólar í löndunum í kringum okkar eru að kenna. Sama má segja um kennarana“ segir Ágústa Erlingsdóttir, verkefnastjóri og brautarstjóri skrúðgarðyrkjubrautar. „Við sáum margt spennandi, m.a. sniðugar lausnir í gerð gróðurveggja og grænum þökum. Þetta eru hugmyndir sem að nemendur garðyrkjubrauta geta sannarlega nýtt sér hér á landi.“

Verkefnið er styrkt af Nordplus og er LbhÍ sá skóli sem stýrir því. Í verkefninu er sex garðyrkjuskólar:

Jordbrugets UddannelsesCenter Aarhus frá Danmörku

Kold College frá Danmörku

Hvilan Utbildning frá Svíþjóð

Axxell Utbildning frá Finnlandi

Rapina Aianduskool frá Eistlandi

Þessar myndir og fleiri frá vinnustofunni er að finna á Facebook síðu Skrúðgarðyrkjubrautar Garðyrkjuskóla LbhÍ. Áhugasamir eru hvattir til að líka við þá síðu til að sjá hvað nemendur eru að gera í náminu.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image