Gamla leikfimihúsið fært í upprunalegt horf

Þessa dagana er gamla leikfimihúsið á Hvanneyri óðum að fá sinn upprunalega svip með nýjum gluggum á suðurhlið hússins. Unnið hefur verið að viðhaldi síðustu þrjú ár en húsið er með elstu leikfimihúsum landsins og fyrsta leikfimi- og samkomuhúsið í Borgarfirði.

 

Húsið er teiknað af Einari Erlendssyni og byggt árið 1911 úr afgangstimbri frá byggingu gamla skólans árið 1910. Skólastjóra bændaskólans, Halldóri Vilhjálmssyni, þótti mikilvægt að leggja rækt við líkamlegt atgervi nemenda og því var pantað ríflega af byggingarefninu. Í skólaskýrslu frá þessum tíma stendur: “Ekkert hefir verið þráð eins mikið hér við skólann og leikfimihús. Húsið var fyrst og fremst notað til leikfimikennslu en þar voru einnig haldnir fræðslufundir og samkomur enda salurinn á þeim tíma stærsti samkomusalurinn í Borgarfirði. Leikfimihúsið er enn notað sem íþróttahús Hvanneyringa og nemenda Landbúnaðarháskólans.

Háskóli Íslands
Framkvæmdir ganga vel

Gamla leikfimihúsið er hluti af húsaþyrpingu á Gamla staðnum á Hvanneyri. Staðsetning  húsanna og skipulag þeirra innbyrðis á sér nær enga hliðstæðu hérlendis. Rýmismyndun þeirra er sterk og skipulagið líkist um sumt formi danskra stórbýla. Húsasafnið er rammi um sögu búnaðarmenntunarinnar, eiginlega fyrstu formlegu starfsmenntunarinnar sem landsmenn áttu kost á hérlendis. Jafnframt er svæðið athyglisvert dæmasafn um nýsköpun í íslenskri byggingarsögu á fyrri hluta tuttugustu aldar og þá hálfgert safn um verk fyrstu íslensku húsameistaranna.

Háskóli Íslands
Gamla leikfimihúsið hægra megin á mynd með gluggalausan suðurvegg

Húsið er orðið 114 ára gamalt og er friðað. Húsafriðunarsjóður styrkir endurgerðina en það eru SÓ-byggingar sem annast verkið. Unnið hefur verið að endurbyggingu síðustu ár og er uppsetning glugganna liður í því að gefa húsinu sinn gamla svip. Gluggarnir er sérstakir að því leyti að þeir ná niður að gólfi. Hugmyndafræðin á bak við það var að sólarljósið átti að ylja þátttakendum innan dyra en jafnfram átti sólin að sótthreinsaði gólfið, sem hún og gerði.

Háskóli Íslands
Uppgerð Skemman

Að loknum framkvæmdum mun húsið sóma sér vel við hlið Skemmunnar, sem byggð er árið 1896, og hefur verið gerð upp.

Gamlar myndir af leikfimihúsinu úr myndasafni LbhÍ:

Háskóli Íslands
 

Háskóli Íslands
Rófnagrisjun í verklegu námi

Háskóli Íslands
Gamla bæjartorfan á Hvanneyri
 

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image