Gamla heimavistin á Reykjum rifin

Þessa síðustu daga ársins er verið að rífa hluta húsnæðis Landbúnaðarháskóla Íslands á Reykjum í Ölfusi, áður Garðyrkjuskóli ríkisins. Gömlu húsin á Reykjum voru byggð á árunum 1930-1950 og vpru þau orðin illa farin, það hafi lekið og í þau komin mygla segir Björgvin Örn Eggertsson, verkefnastjóri við LbhÍ. Nú er komið fjármagn í verkið og nú er verið að rífa gömlu heimavistina, sem í seinni tíð var notuð sem skrifstofuaðstaða starfsfólks og sem geymslur.

Einnig er verið að klæða hluta þann hluta húsnæðisins sem hýsir skirfstofur starfsfólks í dag. Næst á dagskrá viðgerða á Reykjum er að laga þak garðskálans.

Myndina tók Ágústa Erlingsdóttir, brautarstjóri skrúðgarðyrkjubrautar LbhÍ.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image