Ritið er nr 144 í ritröðinni og er meginviðfangsefni þess að styrkja bakgrunn loftslagsbókhalds Íslands og að afla gagna sem geti verið viðmið við mat á breytingum á ástandi og kolefnisforða lands í seinni úttektum

Gagnagrunnur um landnotkun og eiginleika lands Lýsing aðferða og samantekt á niðurstöðum vettvangsferða

Út er komið rit í ritröð LbhÍ er nefnist Gagnagrunnur um landnotkun og eiginleika lands Lýsing aðferða og samantekt á niðurstöðum vettvangsferða eftir þau Jón Guðmundsson lektor, Fanneyju Ó. Gísladóttur lektor, Sigmund H. Brink sérfræðing og Emmanuel P. Pagneux lektor. Heildarlista ritraðar LbhÍ má nálgast hér.

Ritið er nr 144 í ritröðinni og er meginviðfangsefni þess að styrkja bakgrunn loftslagsbókhalds Íslands og að afla gagna sem geti verið viðmið við mat á breytingum á ástandi og kolefnisforða lands í seinni úttektum. Mat á bindingu og losun kolefnis með skógrækt og landgræðslu hefur verið sinnt af viðkomandi fagstofnunum og er ekki áhersluatriði í þeirri úttekt, sem hér er lýst.

Markmiðið var fyrst og fremst að ná utan um alla aðra hluta landsins eða tæp 97% af flatarmálinu. Verkefnið byggðist á heimsóknum í fyrirfram ákveðna úttektarreiti, sem voru lagðir út kerfisbundið. Markmið heimsókna í þessa reiti var að afla gagna um kolefnisforða í jarðvegi og gróðri og þætti, sem hjálpað gætu til að flokka landið með tilliti til þess forða og skýrt breytileika, sem er fyrir hendi. Með endurteknum heimsóknum í þá úttektarreiti, er mögulegt að meta breytingar á kolefnisforða á viðkomandi stað. Ekki liggur fyrir hvort eða hvenær ráðist verður í slíka úttekt.

Í þessu riti er lýst aðferðum við mat einstaka þátta sem skoðaðir voru á vettvangi í úttektarreitunum. Niðurstöður skráninga í vettvangsferðum eru einnig teknar saman með einföldum hætti. Valin var sú leið að flokka hverja breytu með tilliti til þess í hvaða yfirborðsflokk viðkomandi reitur var skráður. Samantekt á niðurstöðum má finna í ritinu í töflum 52 og 53. Þau gögn sem þar eru kynnt gefa möguleika á margvíslegri úrvinnslu og tengingu við önnur gögn. Lokið hefur verið við að greina kolefni í þeim sýnum, sem safnað var í úttektarreitum, en eftir er að vinna frekar úr þeim niðurstöðum. Með tengingu á þeim niðurstöðum við vettvangsskráningarnar og önnur tiltæk gögn er vonast til að unnt verði að meta kolefnisforða einstaka landgerða og landsins í heild, betur en hingað til hefur verið unnt.

Ritið í heild sinni má nálgast hér

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image