Fyrirlestur um fugla í friðlandinu Andakíll

Fyrirlestur um fugla í friðlandinu Andakíll verður haldinn miðvikudaginn 15. nóvember kl. 20, í Ásgarði.

Fuglafræðingarnir Rachel Stroud og Niall Tierney hafa dvalið á Hvanneyri síðan í mars við talningar og rannsóknir á fuglum í friðlandinu Andakíll. Þau eru bresk/írsk og hafa unnið gríðarmikið starf, í sjálfboðavinnu, við þessar rannsóknir og er þeirra framlag til friðlandsins og framtíðar rannsókna á því ómetanlegt. Nú fer að styttast í dvöl þeirra hérlendis – þau yfirgefa landið líkt og farfuglarnir okkar- og munu þau kynna rannsóknir sínar fyrir áhugsömum miðvikudaginn 15. nóvember kl 20.00. Fyrirlesturinn verður haldinn á ensku. Allir velkomnir!

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image