Dr. Harpa Stefánsdóttir prófessor í skipulagsfræði við Landbúnaðarháskóla Íslands er nýr meðlimur Kennsluakademíu opinberu háskólanna

Dr Harpa Stefánsdóttir tekur við viðurkenningu við úthlutunarathöfnina

Framúrskarandi háskólakennarar teknir inn í Kennsluakademíu opinberu háskólanna

Dr. Harpa Stefánsdóttir prófessor í skipulagsfræði við Landbúnaðarháskóla Íslands er nýr meðlimur Kennsluakademíu opinberu háskólanna. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands og formaður samstarfsnets opinberu háskólanna afhenti í dag tíu nýjum meðlimum Kennsluakademíunnar viðurkenningarskjöl. Er þetta í fyrsta sinn sem starfsmaður Landbúnaðarháskóla Íslands hlýtur inngöngu í Kennsluakademíuna.

Við óskum Hörpu innilega til hamingju!

Kennsluakademía opinberu háskólanna var stofnuð árið 2021 með stuðningi frá stjórnvöldum. Akademían er að norrænni fyrirmynd og er markmið hennar að stuðla að samtali um kennslu og kennsluþróun innan og milli opinberu háskólanna. Ár hvert eru einstaklingar, sem skarað hafa fram úr í kennslu og kennsluþróun, teknir inn í Kennsluakademíuna sem alþjóðleg nefnd sérfræðinga í háskólakennslu metur á grundvelli umsóknar og viðtals.  Meðlimir Kennsluakademíunnar eiga það sameiginlegt að hafa allir verið mjög virkir í þróun kennsluhátta og brautryðjendur í nemendamiðuðum og virkum kennsluaðferðum. 

Nánar hér

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image