Framkvæmdastjóri
Gleipnir leitar að drífandi og metnaðarfullum einstaklingi með yfirburðaþekkingu og áhuga á nýsköpun, rannsóknum og þróun tengdum verðmætasköpun í landbúnaði og matvælaframleiðslu með áherslu á sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda. Framkvæmdastjóri mun hafa forystu um uppbyggingu nýsköpunar á Vesturlandi og leiða samstarf við breiðan hóp hagaðila um land allt.
Gleipnir er samstarfsverkefni á Vesturlandi þar sem áhersla er lögð á nýsköpun og þróun tækifæra á sviði landbúnaðar, matvælaframleiðslu, sjálfbærni og loftslagsmála.
Að verkefninu standa Landbúnaðarháskóli Íslands, Háskólinn á Bifröst, Landsvirkjun, Borgarbyggð, Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi, Háskóli Íslands, Íslandsstofa, Orkustofnun, Breið þróunarfélag, Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, Símenntun á Vesturlandi, Hugheimar – frumkvöðla- og nýsköpunarsetur, Auðna tæknitorg og umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið.
Helstu verkefni
- Umsjón með daglegum rekstri
- Stefnumótun og áætlanagerð
- Samskipti og tengsl við hagaðila
- Þátttaka í innlendum og erlendum rannsóknarverkefnum
- Frumkvæði og ábyrgð á öflun og fjármögnun nýrra verkefna
- Ábyrgð á kynningu á starfsemi Gleipnis
Hæfniskröfur
- Meistarapróf sem nýtist í starfi
- Reynsla af stjórnun og rekstri
- Reynsla af gerð styrkumsókna í innlenda og erlenda sjóði
- Leiðtogahæfni og drifkraftur
- Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
- Frumkvæði og sjálfstæði
- Góð tungumálakunnátta
- Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti
Meginmarkmið Gleipnis er að:
- Styðja við nýsköpun og frumkvöðlastarf á sviði sjálfbærrar matvælaframleiðslu og stuðla þannig að aukinni framleiðslu og verðmætasköpun
- Stuðla að auknum rannsóknum á sviði hátæknimatvælaframleiðslu með öflugu samstarfi við háskóla, rannsóknastofnanir og atvinnulíf
- Gera landbúnað umhverfisvænni með nýtingu grænnar orku
- Nýta betur samspil hreinnar orku og hátækni og auka þannig samkeppnishæfni fullunninna afurða
- Auka möguleika Íslands til að takast á við áskoranir samtímans um fæðuöryggi með það að leiðarljósi að gera Ísland leiðandi þegar kemur að samspili orku og umhverfis
- Stuðla að aukinni atvinnuþróun á Vesturlandi með áherslu á nýsköpun, matvælaframleiðslu og orkumál sem styðja við hugmyndafræðina um hringrásarhagkerfi
Nánari upplýsingar
Áshildur Bragadóttir nýsköpunar- og endurmenntunarstjóri Landbúnaðarháskóla Íslands
Stefán Kalmansson verkefnastjóri hjá Háskólanum á Bifröst
Umsóknir með ítarlegri ferilskrá og kynningarbréfi óskast sendar til
Umsóknarfrestur er til og með 31. janúar.