Frábær aðstaða á Hvanneyri til útikennslu

Í lok ágúst komu nemendur NÚ-skólans í Hafnafirði í námsferð á Hvanneyri. NÚ er sjálfstætt starfandi grunnskóli fyrir 8. til 10. bekk sem skapar sér sérstöðu með því að leggja áherslu á íþróttir, vendinám og sjálfræði nemanda. Ferðin á Hvanneyri var partur af hópefli skólans og var ferðin „tæknilaus“ en skólinn gefur sig fyrir að vera tækniskóli þar sem 90% af öllu kennsluefni er rafrænt og nánast enginn pappír til staðar. Ragnar Frank Kristjánsson, lektor í umhverfisskipulagi við LbhÍ aðstoðaði kennara NÚ-skólans hér á Hvanneyri og sagði þeim sögu staðarins og staðhætti.

 

Gísli Rúnar Guðmundsson, skólastjóri NÚ, var mjög ánægður með dvölina og sagði að aðstaða á Hvanneyri til útikennslu væri til fyrirmyndar og að dvöl á Hvanneyri sé í raun ein risastór kennslustund í náttúrufræði, sögu og landafræði Íslands. „ Sveitaloftið, náttúran og samveran mótar einstaka upplifur fyrir alla og sérstaklega nútíma borgarbarn sem færi að öllu jöfnu fá tækifæri til að njóta“, segir Gísli sem skorar jafnframt á sveitarstjórn Borgarbyggðar að gera betur í því að kynna þetta svæði svo fleiri geti fengið að njóta þess.

 

Meðal viðfangsefna Landbúnaðarháskóli Íslands er sjálfbærar landnýting og umhverfis- og náttúrufræði sem fellur vel að stefnu NÚ skólans. Þá er LbhÍ með samstarfssamning við leikskólann Andabæ og Hvanneyrardeild Grunnskóla Borgarfjarðar um m.a. náttúrufræðikennslu og kennslu í umhverfisfræðum og skipulagi. Um árabil hefur þessi samvinna verið á milli skólastiganna á Hvanneyri og gert þeim kleift að nýta þá sérstöðu sem hver og einn býr yfir.

 

Hér eru nokkrar myndir frá heimsókninni.

 

Háskóli Íslands

 

Háskóli Íslands

 

Háskóli Íslands

 

Háskóli Íslands

 

Háskóli Íslands

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image