Leitað er að öflugum og jákvæðum stjórnanda í krefjandi starf. Forstöðumaður Landgræðsluskólans ber ábyrgð á stjórnun, stefnumótun og rekstri .

Forstöðumaður Landgræðsluskólans

Frá upphafi árs 2020 starfar skólinn undir hatti UNESCO sem hluti af Þekkingarmiðstöð þróunarsamvinnu, sem einnig er nefnd GRÓ. Landgræðsluskólinn er hýstur hjá Landbúnaðarháskóla Íslands og starfar í nánu samstarfi við Landgræðsluna.

Leitað er að öflugum og jákvæðum stjórnanda í krefjandi starf. Forstöðumaður Landgræðsluskólans ber ábyrgð á stjórnun, stefnumótun og rekstri skólans, sem og gæðum og skipulagningu náms sem skólinn stendur fyrir.

Um er að ræða fullt starf með starfsstöð í Reykjavík. Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðuneytis og viðkomandi stéttarfélags. Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Óskað er eftir að umsókn fylgi ferilskrá yfir menntun og fyrri störf, staðfesting á námi og kynningarbréf þar sem umsækjandi gerir grein fyrir ástæðu umsóknarinnar og sýn sinni varðandi hlutverk og starfsemi skólans. Sótt er um í gegnum vefsíðu Landbúnaðarháskóla Íslands www.lbhi.is/storf 
Umsóknarfrestur er til og með 14. janúar 2020.

UM SKÓLANN

Landgræðsluskólinn hefur gengið undir nafninu Landgræðsluskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna. Frá upphafi árs 2020 starfar skólinn undir hatti UNESCO sem hluti af Þekkingarmiðstöð þróunarsamvinnu, sem einnig er nefnd GRÓ. Landgræðsluskólinn er hýstur hjá Landbúnaðarháskóla Íslands og starfar í nánu samstarfi við Landgræðsluna. Markmið skólans er að þjálfa sérfræðinga sem starfa á stofnunum á sviði landgræðslu og sjálfbærrar landnýtingar í samstarfslöndum skólans í Afríku og Mið-Asíu. Skólinn er hluti af alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands og er kostaður af opinberum fjármunum utanríkisráðuneytisins til þróunarsamvinnu. Stærsta verkefni skólans ár hvert er 6 mánaða þjálfun á Íslandi fyrir starfandi fagfólk í samstarfslöndunum þar sem mikil áhersla er lögð á hagnýtingu þekkingar.

HELSTU VERKEFNI

  • Stjórnun, stefnumótun og rekstur
  • Samstarf við samstarfsaðila, innanlands og utan.
  • Ábyrgð á vali nemenda frá þróunarlöndum til að taka þátt í árlegri 6-mánaða þjálfun eða MS/PhD námi hér á landi og efla samstarf við viðeigandi samstarfsaðila í samstarfslöndum skólans í Afríku og Mið-Asíu.
  • Ábyrgð á gæðum og skipulagningu náms.
  • Vinna með systurstofnunum á Íslandi (Sjávarútvegsskólanum, Jarðhitaskólanum og Jafnréttisskólanum) og Þekkingarmiðstöð þróunarlanda, sem er sameiginlegur tengiliður skólanna á Íslandi við UNESCO og utanríkisráðuneytið

HÆFNISKRÖFUR

  • Doktors- eða meistaragráða á fagsviðum sem tengjast landgræðslu og sjálfbærri landnýtingu.
  • Stjórnunarreynsla
  • Reynsla af rannsóknum, kennslu eða leiðbeiningarstörfum nemenda á háskólastigi.
  • Gott vald á rituðu og töluðu máli, bæði ensku og íslensku.
  • Reynsla af störfum á alþjóðavettvangi svo sem þróunarsamvinnu æskileg.
  • Mjög góðir samskiptahæfileikar og hæfni til að vinna með fólki frá mismunandi menningarheimum.
  • Frumkvæði og drifkraftur.

 

FREKARI UPPLÝSINGAR

Hafdís Hanna Ægisdóttir, forstöðumaður Landgræðsluskólans, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Ragnheiður I. Þórarinsdóttir, rektor Landbúnaðarháskóla Íslands, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Árni Bragason, Landgræðslustjóri, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Nánar um starfið og Landgræðsluskólann má finna á vef Landbúnaðarháskólans www.lbhi.is og vef Landgræðsluskólans www.unulrt.is

 

Starfshlutfall er 100% Umsóknarfrestur er til og með 14.1.2020

Nánari upplýsingar veita
Hafdís Hanna Ægisdóttir, forstöðumaður Landgræðsluskólans - This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. 
Ragnheiður I Þórarinsdóttir, rektor LbhÍ - This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Sími 433 5000
Árni Bragason, Landgræðslustjóri, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Smelltu hér til að sækja um starfið

 
logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image