Fóðurgildi nokkurra nýrra grastegunda. Rit LbhÍ nr. 155

Fóðurgildi nokkurra nýrra grastegunda

Nýlega kom út Rit LbhÍ nr. 155 sem ber heitið „Fóðurgildi nokkurra nýrra grastegunda“ og eru Guðni Þorvaldsson og Tryggvi Eiríksson höfundar þess.

Nokkrar nýjar grastegundir hafa verið teknar í notkun í íslenskum landbúnaði á undanförnum árum. Fjórar þessara tegunda voru skoðaðar og bornar saman við vallarfoxgras og vallarsveifgras sem hafa verið í notkun lengi. Þetta eru tegundirnar vallarrýgresi (Lolium perenne), hávingull (Festuca pratensis), tágavingull (Festuca arundinacea) og axhnoðapuntur (Dactylis glomerata). Aðaláherslan var á fóðurgildi þessara tegunda (meltanleika, heildartréni og hráprótein) og hvernig það breytist með tíma bæði í fyrri og seinni slætti. Ritið í heild sinni má nálgast hér.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image