Fagnefnd búfræðibrautar LbhÍ leit nýlega við á Hvanneyri til að taka stöðuna á kennslu í búfræði eftir nýrri námskrá sem tók gildi nú í haust. Mikilvægt er að fulltrúar atvinnulífsins kynni sér hvernig fólk er undirbúið í námi fyrir vinnumarkaðinn. Fagnefndin ræddi við bæði staðarnema og fjarnema. Mætt voru Jón Gíslason, kúabóndi og fyrrum brautarstjóri búfræðibrautar, Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir, fagstjóri í búfjárrækt hjá RML og Þórhildur Þorsteinsdóttir frá LS.
Nefndinni var boðið í skoðunarferð í Hvanneyrarfjósið og hér má sjá Hafþór, fjósameistara, með Jóni Gíslasyni og Guðríði Helgadóttur, deildarstjóra starfs- og endurmenntunardeildar