Fagfundur sauðfjárræktarinnar verður haldinn fimmtudaginn 7. apríl á Hvanneyri í Ársal, 3 hæð aðalbyggingar LBHÍ. Fundurinn hefst kl 10 og er haldinn í samstarfi Bændasamtaka Íslands, Ráðgjafamiðstöðvar Landbúnaðarins og Landbúnaðarháskóla Íslands.
Umfjöllunarefni fundarins eru rannsóknir á riðuveiki og sauðfjárækt, kynbætur og erfðarannsóknir, lambalíf, afkoma og gæði og fjalla okkar helstu sérfræðingar um málefnin. Þá verða veitt verðlaun og í lok dags verður opið hús að Hesti, tilraunasauðfjárbúi skólans.
Dagskrá