Endurmenntunarnámskeið: Þróun plöntuverndarvara, virkni og notkun

Mörg efni sem notuð eru gegn skaðvöldum á plöntm í landbúnaði og garðyrkju, eða stýra vexti plantna eru að missa markaðsleyfi og ný efni sem koma ný inn á markaðinn hafa ekki sömu virkni og krefjast þar af leiðandi breyttrar nálgunar í úðunartækni, tíðni úðunar, vökvamagni og fleira.

Endurmenntun LBHÍ í samstarfi við Sölufélag garðyrkjubænda, Bændasamtök Íslands og HortiAdvice í Danmörku standa fyrir námskeiðið þar sem farið er yfir þróunina á plöntuverndarvörum á markaðinum í dag, virkni þeirra og notkun.

Þátttakendur öðlast aukna þekkingu á virkni og nýtingu á nýjum tegundum plöntuverndarvara sem eru að koma inn á markaðinum og hvernig tryggja á besta mögulega útkomu við úðun, dreifingu og skömmtun á plöntuverndarvörum. Einnig verður farið yfir helstu skaðvalda sem við er að eiga í ræktuninni og hvaða úrræði eru möguleg til að verjast þeim óværum sem við er að eiga. Hluti námskeiðsins er verklegur.

Kennari: Fríða Helgadóttir garðyrkjuráðunautur hjá HortiAdvice
Hvar
: Hjá LBHÍ á Keldnaholti í Reykjavík
Hvenær: Miðvikudaginn 8. nóvember kl. 10-15
Skráning: https://endurmenntun.lbhi.is/plontuverndarvorur/

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image