Laugardaginn 9. mars kl. 10-16 mun Þórarinn Egill Sveinsson mjólkurverkfræðingur kenna ostagerð og heimavinnslu mjólkur í veitingaeldhúsi Menntaskólans í Kópavogi.
Námskeiðið er bæði bóklegt og verklegt og fá þátttakendur góða innsýn í grunnatriði ostagerðar og læra einfaldar aðferðir við ferskar og súrar mjólkurafurðir.
Fjallað verður stuttlega um þróun mjólkur, fjölbreytileika mjólkur og mjólkurafurða, helstu hugtaka í mjólkurfræðum, hlutverk efna mjólkurinnar og þann mikla tegundafjölda sem framleiddur er úr mjólk.
Grunnatriði ostagerðar eru rædd og kenndar einfaldar aðverðir við ferskar og súrar mjólkurafurðir. Þátttakendur fá innsýn í smásæjan heim gerla og hvata, nýtingu þeirra í framleiðslu, hvað bera að forðast og hvað skal kalla fram og rætt verður um tæki, tól og aðstöðu sem þarf til heimavinnslu mjólkurafurða.
Að lokum fá þátttakendur ftækifæri til að framleiða nokkrar tegundir mjólkurvara sem næst að fullgera á stuttum tíma s.s. jógúrt og mozzarella, og fá með sér heimaverkefni.
Allir þátttakendur fá bókina Ostagerð, heimavinnsla mjólkurafurða eftir Þórarinn að gjöf en þar er að finna fjölbreyttar uppskriftir og leiðbeiningar.
Skráning og nánari upplýsingar: https://endurmenntun.lbhi.is/ostagerd/