Viltu fræðast um faggreinina skipulagfræði?

Hefur þú áhuga á að afla þér þekkingar á faggreininni skipulagsfræði og helstu kenningum hennar? 

Endurmenntun LBHÍ býður upp á nokkur pláss á námskeiðið skipulagskenningar sem er skyldunámskeið í meistaranámi í skipulagsfræði. Námskeiðið er metið til 4 ECTS eininga og sitja nemendur sama námskeið og nemendur sem eru í meistaranámi í skipulagsfræði. 

Á námskeiðinu er fjallað um faggreinina skipulagsfræði og helstu kenningar hennar. Gerð er grein fyrir hugmyndafræði, skilgreiningum og hugsanakerfi í skipulagsfræði og íslensk skipulagssaga rakin í stórum dráttum á gagnrýninn hátt.

Fjallað er um sögu og þróun ráðandi hugmynda og samspil þeirra við breytingar á stjórnkerfi, félagslegum, hagrænum og umhverfislegum ástæðum eru til umfjöllunar, og hvernig stjórnkerfi, samfélagslegur bakgrunnur og gildismat verkar á skipulagskenningar.

Einnig er fjallað um hverjir eru helstu áhrifavaldar og hagsmunahópar sem ráða ferðinni og hvaða áhrif skipulagsfræðin hafa á umhverfi okkar og á hvaða hátt, bæði alþjóðlega og í tengslum við íslenskt samfélag.

Námskeiðið er kennt á seinni haustönn, frá 25. október til 29. nóvember. Fyrirlestrar eru á Teams og upptökur aðgengilegar á kennsluvef skólans. Skyldumæting er í 2 staðlotur sem eru fim. 31. okt. kl. 13-17 (ath. ekki staðfest) og 22. nóv. kl. 13-17.

Kennari er Astrid Lelarge aðjúnkt í skipulagsfræði við LBHÍ: Astrid er sérhæfð í sögu borgarskipulags og meðeigandi Alternance arkitektastofu.

Verð: 44.000 (Við minnum á að hægt er að sækja um styrk frá stéttarfélögum til að sækja námskeið á háskólastigi)

Skráning á vef Endurmenntunar LBHÍ

 

 

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image