Endurmenntun: Námskeið í járningum og hófhirðu

Vönduð hófhirða og járning skipta miklu máli fyrir heilbrigði, velferð og endingu hesta og því mjög mikilvægt að vandað sé vel til verka.

Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands (LBHÍ) býður upp á tvö námskeið í járningum og hófhirðu.

Annað námskeiðið er 7 vikna langt námskeið sem metið er til 4 ECTS eininga á háskólastigi þar sem þátttakendur sitja sama námskeið og nemendur í BS námi í hestafræði við LBHÍ. Námskeiðið er kennt í staðnámi og fjarnámi frá 19. ágúst til 6. október. Á námskeiðinu er farið yfir þróun og tilgang járninga og hófhirðu hrossa, líffærafræði neðri hluta fótar með áherlsu á uppbyggingu hófsins, eðli hans og hirðingu. Fjallað er um mikilvægi réttrar hófhirðu við uppeldi hrossa, umhirðu hófa reiðhrossa og umhirðu og eftirlit á hófum stóð- og unghrossa. Farið er yfir mismunandi tegundir skeifna, hóffjaðra og annarra efna tengdum járningum og nemendur fá leiðsögn um notkun helstu verkfæra til járninga og þjálfun í grunnþáttum járninga. Áfanginn er án lokaprófs og vægi verkefna 100%. Skyldumætingar er krafist í verklega kennslu og á námskeiðinu eru 20 verklegir tímar á þeim 7 vikum sem námskeiðið stendur yfir, skráning og nánari upplýsingar: https://endurmenntun.lbhi.is/jarningar-og-hofhirda_4ects/

Hitt námskeiðið er bóklegt og verklegt helgarnámskeið sem haldið er hjá LBHÍ á Hvanneyri helgina 2.-3. nóvember. Á þessu námskeiði er farið stuttlega yfir líffærafræði neðri hluta fótar með áherslu á uppbyggingu hófsins, eðli hans og hirðingu, mikilvægi réttrar hófhirðu, skeifur og verkfæri til járninga, auk þesss sem þátttakendur frá undirstöðuþjálfun við járningar. Skráning og nánari upplýsingar: https://endurmenntun.lbhi.is/jarningar_hofhirda/

Kennari á námskeiðunum er Sigurður Torfi Sigurðsson járningameistari og ráðunautur hjá Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins.

 

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image