Meghan Oesch viðurkenndur atvinnuhundaþjálfari frá Kanada kemur til landsins í febrúar til að kenna á nokkrum námskeiðum og halda fyrirlestra á vegum Endurmenntunar Landbúnaðarháskóla Íslands (LBHÍ). Meghan aðlaðar þjálfunaraðferðir að þörfum hvers hunds og lítur svo á að engin ein aðferð virkar á alla hunda þvar sem þeir eru eins ólíkir eins og þeir eru margir.
Meghan hefur starfað sem hundaþjálfari í rúman áratug og hlotið fjölda viðurkenninga og verðlauna. Fyrsta áratuginn sem þjálfari vann hún með gæludýrahundum í að bæta hlýðni, keppa í hundasportum og taka á hegðunarvandamálum hunda með hundaeigendum en síðustu ár hefur hún fært sig yfir í að þjálfa lögregluhunda. Þessu til viðbótar tekur hún þátt í hlýðniprófum, er dómari í rallý hlýðni fyrir kanadíska Kennelklúbbinn og hefur náð stórkostlegum árangri í þjálfun verndarhunda/shutzhund (protection dogs) og „dock diving“.
Námskeiðin sem eru í boði eru eftirfarandi: