Framhaldsnemendur í meistara og doktorsnámi halda erindi á Keldnaholti

Dagar framhaldsnema við LbhÍ

Dagskrá málstofunnar á degi framhaldsnema LbhÍ

Dagar framhaldsnema eru á Keldnaholti í Reykjavík fimmtudag 18 okt. og föstudag 19 okt. Þar verða opnar málstofur, þar sem framhaldsnemar LbhÍ kynna verkefni sín, á íslensku eða ensku. Meistaranemendur halda tvö slík erindi á meðan á námi þeirra stendur. Eitt erindi í upphafi þar sem þau kynna verkefnishugmynd sína og annað undir lok náms þar sem sagt er frá stöðu þess og einhverjum niðurstöðum. Einnig halda doktorsnemar í LbhÍ erindi um sín verkefni en þeir halda þrjú slík erindi á meðan á námi þeirra stendur.

Kynningar á meistaranámsverkefnum eru fimmtudaginn 18. okt frá kl 13 til 15:30 og kynningar verkefna doktorsnema verða föstudaginn 19. okt. frá kl 9 til 11. Staðsetning er Geitaskarð á Keldaholti í starfsstöð LbhÍ Reykjavík

Allir sem áhuga hafa eru velkomnir að koma og hlusta á þau.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image