Brautskráning garðyrkjufræðinga fór fram við hátíðlega athöfn í Hveragerðiskirkju laugardaginn 28. maí. Nemendur af ylræktarbarut, skrúðgarðyrkju, náttúru- og skógarbraut, lífrænni ræktun matjurta, garð- og skógarplöntuframleiðslu og blómaskreytingum tóku við skírteinum sínum og nafnbótinni garðyrkjufræðingur. Rektor og starfsmenntanámsstjóri héldu ávarp og brautskráðu brautarstjórar sína nemendur ásamt því að flutt voru tónlistaratriði. Að lokinni athöfn var boðið uppá kaffi og veitingar á Reykjum.
Við óskum öllum innilega til hamingju með áfangann og daginn.